Um ţá sem viđ gildistöku laga ţessara eru starfsmenn eđa nemendur í Fósturskóla Íslands, Íţróttakennaraskóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Ţroskaţjálfaskóla Íslands gildir eftirfarandi:
- a.
- Nemendur, sem viđ gildistöku laga ţessara stunda nám í ţeim skólum sem eru sameinađir međ lögum ţessum og ljúka námi áđur en ţau koma til fullra framkvćmda, eiga rétt á ađ ljúka prófum samkvćmt gildandi námsskipulagi skólanna viđ gildistöku laganna. Háskólaráđi, sbr. e-liđ, er heimilt ađ ákveđa ađ ţeir nemendur geti lokiđ háskólaprófgráđu.
- b.
- Núverandi rektor Kennaraháskóla Íslands er rektor hins nýja Kennaraháskóla Íslands ţar til nýr rektor hefur veriđ skipađur, sbr. e-liđ. Störf skólastjóra Fósturskóla Íslands, Íţróttakennaraskóla Íslands og Ţroskaţjálfaskóla Íslands eru lögđ niđur frá og međ 1. janúar 1998. Ţó skulu ţeir sem gegna ţessum störfum viđ gildistöku laganna eiga rétt til starfa hjá Kennaraháskóla Íslands samkvćmt c- og d-liđ.
- c.
- Skipađir og ótímabundiđ ráđnir kennarar viđ Fósturskóla Íslands, Íţróttakennaraskóla Íslands og Ţroskaţjálfaskóla Íslands, sem uppfylla starfsskilyrđi samkvćmt lögum um háskóla, eru starfsmenn Kennaraháskóla Íslands frá og međ 1. janúar 1998. Hiđ sama gildir um prófessora, dósenta og lektora viđ Kennaraháskóla Íslands og ţá starfsmenn skólanna sem gegna öđrum störfum en ţeim sem upp eru talin í d-liđ.
- d.
- Störf skipađra og ótímabundiđ ráđinna kennara viđ Fósturskóla Íslands, Íţróttakennaraskóla Íslands og Ţroskaţjálfaskóla Íslands sem ekki uppfylla starfsskilyrđi samkvćmt lögum um háskóla skulu lögđ niđur 1. janúar 1998. Ţó er heimilt ađ fresta niđurlagningu starfanna til 31. júlí 2001. Sé heimild til frestunar á niđurlagningu starfanna nýtt teljast starfsmenn samkvćmt ţessum liđ vera starfsmenn Kennaraháskóla Íslands frá og međ 1. janúar 1998.
- e.
- Er Alţingi hefur samţykkt lög ţessi skal menntamálaráđherra skipa níu manna háskólaráđ til 31. júlí 1999. Ţađ skal starfa í samrćmi viđ ákvćđi laga ţessara og tryggja framkvćmd ţeirra, sbr. 14. gr.1) Skólanefnd Fósturskóla Íslands, skólanefnd Íţróttakennaraskóla Íslands, skólaráđ Kennaraháskóla Íslands og skólastjórn Ţroskaţjálfaskóla Íslands skulu hver um sig tilnefna einn fulltrúa til setu í ţví ráđi og menntamálaráđherra tvo fulltrúa. Jafnframt skulu stjórnir nemendafélaga skólanna tilnefna sameiginlega tvo fulltrúa í ráđiđ. Rektor Kennaraháskóla Íslands, sbr. b-liđ, skal vera forseti háskólaráđs ţar til nýtt háskólaráđ hefur veriđ skipađ, sbr. 5. gr., og nýr rektor skipađur, sbr. 7. gr., samkvćmt tilnefningu ţess háskólaráđs.
1)Nú 19. gr., sbr. l. 42/1999, 3. og 4. gr.