Lagasafn. Uppfært til 1. október 1999. Útgáfa 124. Prenta í tveimur dálkum.
1)L. 133/1993, 8. gr.2)L. 82/1998, 153. gr.
Höfundur ber refsi- og fébótaábyrgð á efni ritsins, ef hann hefur nafngreint sig og er auk þess annaðhvort heimilisfastur hér á landi, þegar ritið kemur út, eða undir íslenskri lögsögu, þegar mál er höfðað.
Ef enginn slíkur höfundur hefur nafngreint sig, ber útgefandi rits eða ritstjóri ábyrgðina, því næst sá er hefur ritið til sölu eða dreifingar, og loks sá, sem annast hefur prentun þess eða letrun.
1)L. 92/1991, 34. gr.2)L. 31/1990, 44. gr.
Ef upptaka byggist eingöngu á tilteknum hluta rits, skal greina hann í dómi, og ber þá, eftir því sem unnt er og á kostnað dómþola, að greina hina hlutana frá og skila þeim aftur.
Upptaka getur einnig tekið til prentstafa þeirra, mynda og annars, sem notað hefur verið til að framkvæma prentunina eða letrunina.